fbpx
0
Nærmere om Guðrún
Guðrún er framkvæmdastjóri og meðeigandi (Managing Partner) FranklinCovey | Arctic og fyrrverandi framkvæmdastjóri Opna háskólans í HR.  Auk stjórnunarstarfa og kennslu við HR hefur hún unnið síðastliðin ár sem leiðbeinandi og markþjálfi (executive coach) í íslensku atvinnulífi og leitt fjölda vinnustofa um árangur liðsheilda og vinnustaða.
Guðrún er heilbrigðisrekstrarhagfræðingur að mennt og lauk MHA gráðu (Master of Healthcare Administration) frá University of North Carolina at Chapel Hill árið 1991 og BSPH gráðu (Bachelor of Science in Public Health) frá sama skóla með áherslu á sjúkrahússtjórnun og mannauðsstjórnun. Guðrún lauk AMP (Advanced Management Program) frá IESE/HR árið 2008.

Guðrún er vottaður ACC markþjálfi hjá ICF (International Coaching Federation) og lýkur PCC vottun á þessu ári. Hún hefur starfað sem markþjálfi (executive coach) frá árinu 2003 með innlendum og erlendum stjórnendum. Guðrún starfaði við stjórnunarráðgjöf frá 1998 til 2003 einkum á sviði stefnumótunar, skipulags- og mannauðsmála og gæðastjórnunar og var meðeigandi Deloitte & Touche Ráðgjafar. Á árunum 1991 til 1997 var Guðrún fræðslustjóri Ríkisspítala og forstöðumaður gæða- og þróunarskorar Landspítalans. Guðrún hefur unnið með fjölda innlendra og erlendra vinnustaða sl. ár sem leiðbeinandi, ráðgjafi og lóðs auk þess að flytja erindi, stýra vinnufundum og kenna á háskólastigi. Sérsvið Guðrúnar eru persónulegur árangur og forysta, stefnumörkun, innleiðing stefnu, árangursstjórnun og markþjálfun. Guðrún situr jafnframt í stjórn nokkurra íslenskra fyrirtækja, fagfélaga og góðgerðarsamtaka.

Nærmere om Kristinn
Kristinn Tryggvi Gunnarsson er viðskiptafræðingur að mennt og lauk B.S. prófi í stjórnun frá University of North Carolina og MBA prófi frá University of Georgia.  Kristinn hefur víðtæka stjórnunarreynslu, starfaði í sjö ár hjá Íslandsbanka, lengst af sem útibússtjóri og fjögur ár hjá SPRON sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og síðar markaðsmála.  Á tímabilinu 2002-2008 starfaði Kristinn hjá Capacent, fyrst sem ráðgjafi, síðar framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs og síðustu tvö árin sem forstjóri Capacent á Íslandi.  Árið 2009 var Kristinn einn að stofnendum Expectus og starfaði þar við ráðgjöf og stjórnun þar til hann gekk til liðs við FranklinCovey í apríl.  Kristinn hefur starfað með fjölmörgum af stærstu fyrirtækjum landsins á sviði stefnumótunar, markaðs- og þjónustumála.  Hann kennir við Opna háskólann í HR og starfaði sem stundakennari við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík um níu ára skeið, þar sem hann kenndi þjónustustjórnun, leiðtogafræði og breytingarstjórnun.  Hann hefur mikla reynslu af lóðsun og stjórnendaþjálfun og hefur auk réttinda frá FranklinCovey lokið þjálfun hjá Project Adventure, Corporate Lifecycles, Lego Serious Play, Blue Ocean Strategy, Corporat Coach U og SHL.
Nærmere om Vala
Vala starfar sem markaðs- og þjónustustjóri FranklinCovey á Íslandi. Hún kláraði meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum við Hult International Business School 2019. Vala starfaði áður frá 2014-2018 sem aðstoðarmaður framkvæmdastjórnar Alvogen og einnig sem ferðafulltrúi. Vala lauk Bachelor gráðu frá Háskóla Íslands árið 2017 í grunnskólakennslufræðum, með áherslu á yngri barna kennslu og lestur.
Nærmere om Guðfinna

Guðfinna er meðeigandi og stjórnandi í LC Ráðgjöf. Hún útskrifaðist frá West Virginia University í Bandaríkjunum árið 1991 með doktorsgráðu í atferlisfræði með áherslu á stjórnun (performance management).

Áður hafði hún lokið MA gráðu frá sama háskóla og BA gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands. Guðfinna stofnaði árið 1991 ráðgjafafyrirtækið LEAD Consulting í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum, og ráku þau fyrirtækið í nær áratug.

Guðfinna var fyrsti rektor Háskólans í Reykjavík (1998-2007). Hún var alþingismaður árið 2007-2009. Sem ráðgjafi hefur hún þjónað fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum víða um heim.

Nærmere om Aðalheiður
Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum af fyrirtækjum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga.

Hún hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja stjórnendur og starfsmenn í breytingum.  Aðalheiður er með MBA og BA í heimspeki auk þess að vera markþjálfi og einkaþjálfari.

Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum  og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.

Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars  unnið sem stjórnandi, mannauðsstjóri, verkefnastjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra.

Nærmere om María
María er með BA gráðu í leiklist frá New York háskólanum og starfar sem leikari, leikstjóri og höfundur. María er vottaður þjálfari frá FranklinCovey í 7 Habits og  Five Choices og er að  ljúka þjálfun í Presentation Advantage frá FranklinCovey.   Hún er með margra ára reynslu sem stjórnendaþjálfari og fyrirlesari og hefur kennt á fjölda námskeiða í Opna háskólanum í HR, í akademískum deildum skólans og hjá Capacent.  María hefur unnið með námsefni FranklinCovey síðan 2007.
Nærmere om Ragnar

Ragnar er ráðgjafi og stjórnarformaður Expectus.  Hann hefur stýrt verkefnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins á sviði stefnumótunar, skipulagsvinnu, fjármála og breytingarstjórnunar. Hann hefur mikla reynslu á sviði endurbóta á ferlum, þróunar stjórnunarupplýsinga og notkunar upplýsingatækni til hagræðingar í rekstri. Reynsla Ragnars á sviði stjórnunar og fjármálaþekking hans sem endurskoðanda hafa skapað honum sérstöðu sem nýtist vel í innleiðingu stefnu og árangursstjórnun.

Hann er með löggildingu í endurskoðun 1992 og er Cand Oecon í viðskiptafræði 1989 frá Háskóla Íslands.

Nærmere om Sindri
Sindri er stjórnunarráðgjafi hjá Expectus. Hann hefur starfað með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins á hinum ýmsu sviðum, m.a. við stefnumótun, fjármála og árangurstjórnun, áætlanagerðir og við endurhönnun viðskiptaferla. Hann hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki við að straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra með því að nýta þau gögn sem til staðar eru í viðskiptakerfum fyrirtækja og breyta þeim í lykiltölur fyrir stjórnendur. Sindri er með MSc í aðgerðarrannsóknum og Bsc í iðnaðarverkfræði. Hann var áður forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Skeljungi og stýrði þar innleiðingu stefnumótunar, úrbótavinnu og uppsetningu stefnumarkandi mælinga hjá félaginu. Áður leiddi hann m.a. framleiðsluþróun hjá Actavis hf. og var í framkvæmdastjórn félagsins.
Nærmere om Sigríður
Sigríður Þrúður er skrifstofustjóri skrifstofu Starfsþróunar – og starfsumhverfis Reykjavíkurborgar og ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar og stefnumótunar.  Hún hefur komið að öllum verkþáttum mannauðsstjórnunar frá ráðningum til starfsloka þ.m.t. kjaramálum, þjálfun og starfsþróun, gerð frammistöðumats, endurgjöf og ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks og innleiðing markþjálfunar.  Sigríður Þrúður starfaði sem mannauðsstjóri og mannauðssérfræðingur hjá Marel á Íslandi, sem forstöðumaður Ferðamálaskólans í Kópavogi, aðstoðarskóli við Menntaskólann Hraðbraut og er stofnandi og ráðgjafi hjá HRM rannsóknir og ráðgjöf sem sérhæfir sig í mannauðsráðgjöf. Hún hefur leitt fjölmörg ráðgjafaverkefni á sviði mannauðs og ferðaþjónustu m.a. gerð þarfagreiningar fyrir fræðslu og þjálfun í ferðaþjónustu, stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir sveitarfélög og gerð stjórnendahandbókar um starfsmannamál.

Sigríður Þrúður lærði ferðamálafræði og stjórnun við University of Strathclyde, er með MSc í stjórnu og, stefnumótun með áherslu á mannauðsstjórnun frá HÍ, kennsluréttindi frá HÍ og markþjálfi frá HR. Hún hefur kennt við Háskólann í Reykjavík, Opna háskólann, Ferðamálaskólann og Menntaskólann í Kópavogi og fjölmörg önnur námskeið í ferðaþjónustu.

Nærmere om Sigrún

Sigrún starfar sjálfstætt sem verkefnastjóri og hefur haldið utan um fjölda ólíkra verkefna á undanförum árum. Meðal verkefna má nefna; verkefnastjóri TEDxReykjavík (2013), kosningastjóri Þóru Arnórsdóttur (2012) og verkefnastjóri fyrsta Þjóðfundarins í Laugardalshöll (2009) sem og Þjóðfundar um stjórnarskrá Íslands (2010).  Sigrún hefur tekið að sér framleiðslu og fjármögnun nokkurra leiksýninga og var verkefna- og fararstjóri þegar farið var með hóp sérfræðinga til Palestínu og Botswana (2009) til að setja upp gervifætur.  Á vorönn 2011 hóf hún að kenna eigið námskeið um þjónustu í Opna háskólanum.

Sigrún lærði hótelstjórnun í Les Roches í Sviss (1994) og viðskiptafræði við Anglia Ruskin University í Cambridge á Englandi (2003). Að auki er hún með alþjóðlega vottun (IPMA) í verkefnastjórnun frá Endurmenntun HÍ  (2010). Áður en Sigrún hóf að starfa sjálfstætt var hún markaðs- og þjónustustjóri Einkabankaþjónustu Kaupþings banka í Lúxemborg og á Íslandi frá 2004. Frá árinu 2006 vann hún sem viðburðastjóri og síðar sem forstöðumaður viðburða- og ferðadeildar Kaupþings.

Nærmere om Þóra Sif
Þóra Sif er þjónustustjóri / Inside Business Partner IBP FranklinCovey á Íslandi og verkefnastjóri / Executive Assistant fyrir menntasvið FranklinCovey (Leader In Me). Þóra Sif er með burtfararpróf frá FÍH í jazzsöng og rytmískri tónlistarkennslu, hún situr einnig sem gjaldkeri í stjórn Kítón (Konur í tónlist) og formaður í stjórn Hljómlistarfélags Borgarfjarðar ásamt því að kenna söng við Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
Nærmere om intern træner
Vertu forgöngumaður á þínum vinnustað.  Viðvottum innri þjálfara í öllu okkar efni – og bjóðum öflugum vinnustöðum aðgang að öllu okkar efni og matstækjum til eigin sóknar.